Velkomin á netnámskeið um fimm leiðir að vellíðan

Hér í næstu fimm þáttum verður fjallað um efni sem á erindi til margra og gæti nýst fólki á öllum aldri í allskonar samhengi. 

Þættirnir eru hugsaðir sem stutt innlegg og kynning á hlutum sem rannsóknir hafa sýnt að geti aukið vellíðan og lífshamingju. Hugmyndin er að með því að hlusta á þættina þá ættu hlustendur að geta fengið innsýn og fræðslu um hvernig hægt er að hafa góð og uppbyggileg áhrif á eigin líf, heilsu og hamingju. 

Námskeiðið er í hlaðvarpsformi þar sem hægt er að hlusta á stutt innlegg og vinna einföld verkefni í framhaldinu til að ná betri tökum á efni hvers þáttar. Við mælum með því að fara í gegnum námskeið í réttri röð en auðvitað er hægt að nálgast þetta í hvaða röð sem er. 

Takk fyrir að kíkja við og vonandi nýtist efnið þér í þínum verkefnum. 

kveðja Bóas og Andri

Fyrsta þátt má hlusta á hér: 1. þáttur - að mynda tengsl