5. þáttur - Að gefa af sér

Velkomin í fimmta og síðasta þáttinn í þessum fimm þemaþáttum um fimm leiðir að vellíðan. í dag verður fjallað um hversu mikilvægt er að gefa af sér og láta gott af sér leiða.  Hingað til er búið að fara yfir mikilvægi þess að tengjast öðrum og eiga nærandi félagslíf með vinum og fjölskyldu, mikilvægi þess að hreyfa sig og finna hreyfingu sem hentar okkur og koma hreyfingu inn í daglega rútínu. Í þriðja þætti var verið fjallað um mikilvægi þess að fylgjast með litlu hlutunum, venjulegu atvikunum og æfa sig í því að meðtaka þá jákvæðu og einföldu hluti sem við upplifum á venjulegum degi. Og í fjórða þætti var svo fjallað um hversu gott er að halda áfram að læra og draga til sín nýja þekkingu, nýja færni og þannig efla sjálfstraustið okkar og stuðla að auknum skilningi og þroska. 


Heimaverkefni:

Hér er verkefni sem tilvalið er að kíkja á eftir að hafa hlustað á þáttinn.